Föstudagurinn 2. ágúst milli kl. 15 og 17

Opið hús hjá Kerecis

SPENNANDI DAGSKRÁ

 • Kynntu þér framleiðslu Kerecis:
  Gengið með gestum í gegnum framleiðslurými Kerecis á 3. hæð Íshúsfélagsins (Eyrargötu)

 • Kynntu þér sögu Kerecis:
  Heimsæktu skrifstofu okkar í HN húsinu (Sundstræti) og fáðu kynningu á fyrirtækinu

 • Fáðu þér pylsu og gos:
  Það verður tjald fyrir utan HN húsið

 • Sjáðu BMX brós leika listir sínar:
  Hinir mögnuðu BMX brós verða yfir utan HN húsið

FUN FILLED PROGRAM:

 • Get to know our manufacturing process:
  Join us for a walkthrough on the 3rd floor of Íshúsfélagið (Eyrargata)

 • Get to know Kerecis:
  Visit our offices at HN húsið (Sundstræti) and get a presentation of the Company

 • Hot dogs and soda:
  Visit our tent outside HN húsið

 • Awesome BMX tricks:
  The amazing BMX brós will show tricks outside HN húsið

UM KERECIS:

Kerecis er alþjóðlegt nýsköpunarfyrirtæki sem hagnýtir þorskafurðir til þróunar og framleiðslu á lækningavörum. Vörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margs konar vefjaskaða s.s. húðvandamálum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum, heilabastsrofi og til enduruppbyggingar brjósta og kviðveggs.

Yfir 50 útgefin einkaleyfi verja tækni Kerecis í fjölmörgum löndum og markaðsleyfi eru til staðar í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis m.a. notaðar af mörgum stærstu spítölum landsins. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir.

Hátt í 100 manns starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss og Bandaríkjunum. Á Íslandi og í Bandaríkjunum selur Kerecis vörur sínar beint til heilbrigðisstofnana, en á öðrum markaðssvæðum gegnum dreifingaraðila.

Kerecis hlaut árið 2017 Vaxtarsprotann sem það fyrirtæki á Íslandi sem vex hraðast og árið 2018 viðurkenningu Verðlaunasjóðs iðnaðarins fyrir frumkvöðlastarf á sviði iðnaðar ásamt Nýsköpunarverðlaunum Íslands … og svo unnum við Mýrarboltann 2018!