Samfélag, sjálfbærni og nýsköpun
Kerecis leggur sitt af mörkum til samfélagsins með stuðningi við félagasamtök og áhugaverð verkefni. Kerecis vill stuðla að bættum lífsgæðum, aukinni sjálfbærni og nýsköpun, enda eru það þættir sem hugmyndafræði og rekstur fyrirtækisins hvílir á.
1. Samfélag
Hjarta Kerecis slær á Vestfjörðum, þar sem fyrirtækið er mikilvægur þátttakandi í atvinnulífinu. Við beinum samfélagsstuðningi að verkefnum og félagasamtökum sem auðga mannlíf og menningu á Vestfjörðum, stuðla að samfélagslegri virkni og jákvæðri samfélagsþróun.
2. Sjálfbærni
Umhverfismál, sjálfbær nýting náttúruauðlinda og verndun Norður-Íshafsins á hug okkar allan. Kerecis styður fjölmörg verkefni sem stuðla að auknum skilningi á umhverfinu, hafgæðum og vistkerfinu sem er forsenda mannlífs á Vestfjörðum.
3. Nýsköpun
Skilningur einstaklinga og fyrirtækja á Vestfjörðum á starfsemi Kerecis var ein af forsendum þess að fyrirtækið óx og dafnaði, auk þess sem opinber stuðningur við félagið á fyrstu árum þess skipti sköpum. Kerecis trúir eindregið á mikilvægi nýsköpunar fyrir land og þjóð og hvetur frumkvöðla til dáða, með stuðningi við nýsköpunarverkefni af ýmsum toga.
Kerecis tekur á móti styrkumsóknum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Umsóknin þarf að berast gegnum umsóknarvefinn okkar, hún þarf að innihalda allar umbeðnar upplýsingar og falla að stefnu fyrirtækisins.
"*" indicates required fields